Alþjóð­legi klósett­dag­urinn er í dag

Við eigum öll okkar þátt í mengun í vatni og sjó og því er það í okkar höndum að draga úr henni. Það á aðeins þrennt að fara í klósettið: Piss, kúkur og klósett­pappír.

Klósettið er ekki staður fyrir eyrnap­inna, bómull­ar­hnoðra, blaut­klúta, smokka og annað rusl. Þessir hlutir eiga að enda í rusla­tunn­unni. Auðvitað er svo besta lausnin að nota sem minnst af einnota hrein­lætis­vörum.

Vissir þú að#vissir-thu-ad

  • Kostn­aður sveit­ar­fé­laga vegna aðgerða í tengslum við úrgang í fráveitum hleypur á tugum milljóna króna á ári?
  • Hver einstak­lingur notar að meðal­tali 140 lítra af vatni á dag?
  • Lyfja­leifum má alls ekki sturta í klósettið heldur á að fara með þær í næsta apótek eða endur­vinnslu­stöð?
  • Lyfja­leifar finnast í íslenskum vötnum og sjó og geta lyfja­leifar í umhverfinu haft skaðleg áhrif á sjávar- og landdýr?
  • Blaut­þurrkur, smokkar, eyrnap­innar, tann­þráður og annar úrgangur á að fara í ruslið?
  • Ekki má sturta niður blaut­þurrkum í klósett sem merktar eru af fram­leið­anda sem „flus­hable“  því þær valda einnig álagi á umhverfið og fráveitu­kerfin?

Úrgangur í fráveitu er vandamál alls staðar á landinu. Auk þess að valda skaða á umhverfinu og rekstri fráveitu­kerfa, verða sveit­ar­félög fyrir miklum kostnaði þegar hreinsa þarf dælur og farga úrgangi sem berst í fráveitu­kerfin. Það erum jú við sem greiðum fyrir þjón­ustu við fráveiturnar – því meiri úrgangur, því meiri hreinsun þarf með tilheyr­andi kostnaði. Þegar álag er mikið aukast einnig líkur á bilunum í búnaði þannig að skólp fer óhreinsað út í sjó sem getur valdið hættu bæði fyrir menn og dýr. Þá hafa húslagnir einnig stíflast vegna blaut­klúta, en þá lendir kostn­aður við úrbætur sem og óþæg­indi á íbúum og eigendum.

Verk­efnið „bara piss, kúk og klósett­pappír í klósettið“ er samvinnu­verk­efni Umhverf­is­stofn­unar og Samorku í samstarfi við Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga og heil­brigð­is­nefndir á landinu og er markmið þess að draga úr rusli í fráveitu og þar með álagi á umhverfið okkar.