Álagningarseðlar fasteignagjalda í Vopnafjarðarhreppi 2022 hafa verið birtir á vefsíðunni island.is. Álagningarseðlar eru ekki sendir í pósti en hægt er að óska eftir heimsendum álagningarseðlum með því að hafa samband í síma 473 1300 eða með því að senda póst á netfangið skrifstofa@vfh.is.
Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum net- eða heimabanka. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum með því að hafa samband í síma 473 1300 eða með því að senda póst á netfangið skrifstofa@vfh.is.
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi, fráveitugjaldi og sorpgjöldum. Fasteignagjöld ársins 2022, yfir 25.000 kr., greiðast með 10 jöfnum greiðslum á gjalddaga 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september, 15. október og 15. nóvember og eindagi greiðslu er 15. næsta mánaðar á eftir gjalddaga.
Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 15. maí.
Heildarútgáfa gjaldskrár#heildarutgafa-gjaldskrar
Álagningarreglur fasteignagjalda og útsvars 2022 | pdf / 166 kb |
Sorpgjaldskrá 2022 | pdf / 134 kb |