Álagning fast­eigna­gjalda 2021

Álagn­ing­ar­seðlar fast­eigna­gjalda í Vopna­fjarð­ar­hreppi 2021 hafa verið birtir á vefsíð­unni island.is. Álagn­ing­ar­seðlar eru ekki sendir í pósti en hægt er að óska eftir heimsendum álagn­ing­ar­seðlum með því að hafa samband í síma 473 1300 eða með því að senda póst á netfangið skrif­stofa@vfh.is.

Fast­eigna­gjöldin verða innheimt í gegnum net- eða heima­banka. Greiðslu­seðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðslu­seðlum með því að hafa samband í síma 473 1300 eða með því að senda póst á netfangið skrif­stofa@vfh.is.

Skrif­stofa Vopna­fjarð­ar­hrepps annast álagn­ingu og innheimtu á fast­eigna­skatti, lóða­leigu, vatns­gjaldi, fráveitu­gjaldi og sorp­gjöldum. Fast­eigna­gjöld ársins 2021, yfir 25.000 kr., greiðast með 10 jöfnum greiðslum á gjald­daga 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept­ember, 15. október og 15. nóvember og eindagi greiðslu er 15. næsta mánaðar á eftir gjald­daga.

Gjald­dagi fast­eigna­gjalda undir 25.000 kr. er 15. maí.

Heildarútgáfa gjaldskrár#heildarutgafa-gjaldskrar