Áfram­hald­andi sótt­varn­ar­að­gerðir

Miðviku­daginn 18. nóvember tekur gildi ný reglu­gerð um takmark­anir á samkomum til að sporna við útbreiðslu heims­far­aldurs. Skemmst er frá því að segja að þær aðgerðir sem þegar gripið hefur verið til á Vopna­firði halda áfram meðan reglu­gerðin er í gildi, eða til og með 1. desember.

Sund­laugin og íþrótta­húsið verða lokuð. Félags­starfs­semi eldri­borgara og sambæri­legir viðburðir falla niður. Upplýs­ingar um þessar skerð­ingar má finna á viðeig­andi síðum hér á vefnum. Áfram verður aðeins hægt að leita eftir þjón­ustu skrif­stofu hreppsins í gegnum vefspjall, síma eða með tölvu­pósti.

 

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns. Gert er ráð fyrir að hægt verði að draga enn frekar úr samkomutakmörkunum í byrjun desember.

Úr frétt á vef stjórnarráðsins

Nánar má lesa um tilskipun heil­brið­g­is­ráð­herra á vef stjórn­ar­ráðsins.

Gild­andi takmörk­unum eru gerð skil á covid.is.