Forn­leif­a­skráning í íbúða­hverfum

Forn­leifa­könnun vegna deili­skipu­lags Holta- og Skála­nes­hverfis.

Vinna við deili­skipulag íbúða­hverfa í Vopna­firði er hafin en liður í því er skrá­setning forn­leifa á svæðinu. Von er á forn­leifa­fræð­ingum á næstu dögum en þeir munu fara um svæðið og skrá­setja sjáan­legar minjar. Það má því búast við fólki á vappi um hverfin með mynda­vélar og skrán­ing­ar­blöð á lofti að kíkja í inn garða og tún.

Eingöngu er um að ræða könnun á því hvað sést á yfir­borði en svo þarf að mæla það sem sést á vett­vangi og skrá. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að farið verði að grafa eftir forn­leifum eða að skráning forn­leifa leiði til frekari rann­sókna.

Frekari upplýs­ingar má finna í lýsingu fyrir deili­skipu­lagið.