Ungmennaráð Vopna­fjarð­ar­hrepps tók þátt í vinnu­stofu á Egils­stöðum

Fimm ungmenni úr Ungmenna­ráði Vopna­fjarð­ar­hrepps tóku á dögunum þátt í vinnu­stofu UNICEF á Íslandi ásamt ungmenna­ráðum Fjarða­byggðar og Múla­þings.

Um var að ræða heils­dags­vinnu­stofu um merk­ing­ar­bæra þátt­töku barna og ungmenna­ráða. Fyrir ungmennin voru lögð ýmis verk­efni sem þau unnu, bæði skipt eftir sveit­ar­fé­lögum og einnig í blönd­uðum hópum, varð­andi barna­sátt­mála Sameiðuðu þjóð­anna.  Meðal annars var unnið með “Þátt­töku­stiga Roger´s Hart“ og “Níu skref til merk­ing­ar­bærrar þátt­töku barna“. Ungmennin voru almennt mjög ánægð með vinnu­stofuna en hún endaði á því að þau tóku saman ráð til ráða­manna og greiddu atkvæði um það sem þeim þótti standa upp úr.

Á næstu dögum gefur UNICEF út skjal sem heitir “Ráð til ráða­manna“  en það mun inni­halda ráð sem ungmennaráð um allt land hafa sett saman.

Skjal þetta verður sent ráða­mönnum allra sveit­ar­fé­laga.