1-1-2 dagurinn er í dag 11.2.

Áhersla á barna­vernd og öryggi og velferð barna og ungmenna.

1-1-2 dagurinn er í dag 11. febrúar og sjónum verður að þessu sinni beint sérstak­lega að barna­vernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöll­unin tengist vitund­ar­vakn­ingu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is þar sem fjallað verður um efnið frá ýmsum hliðum.

Barnavernd#barnavernd

Vopna­fjarð­ar­hreppur starfar að barna­vernd með Félags­þjón­ustu Múla­þings. Sveit­ar­fé­lagið á full­trúa í félags­mála­nefnd Múla­þings og gætir hann hags­muna umbjóð­enda sinna í hvívetna.

Tilkynningaskylda#tilkynningaskylda

Almenn­ingi er skylt að tilkynna til barna­vernd­ar­nefndar ef ástæða er talin til að ætla að barn búi við óvið­un­andi uppeldis­að­stæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvar­lega hættu. Tilkynn­ing­askylda samkvæmt barna­vernd­ar­lögum gengur framar ákvæðum laga eða siða­reglna um þagn­ar­skyldu viðkom­andi starfs­stétta. Tilkynn­andi getur óskað nafn­leyndar.

Starfs­fólk Félags­þjón­ustu Múla­þings tekur á móti tilkynn­ingum er varðar þjón­ustu­svæði félags­þjón­ust­unnar í síma 4 700 705 milli kl. 9 og 15 alla virka daga. Utan dagvinnu­tíma er hægt að hafa samband við neyð­ar­línuna 112 telji einstak­lingur að tilkynn­ingin krefjist tafar­lausra aðgerða.

Í tilefni dagsins#i-tilefni-dagsins

Í tilefni dagsins ætla helstu viðbragðs­að­ilar að heim­sækja leik­skólann Brekkubæ. 

Sú hugmynd hefur komið upp að slík heim­sókn verði árleg á þessum degi bæði í leik- og grunn­skóla sveit­ar­fé­lagsins.