Áhersla á barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna.
1-1-2 dagurinn er í dag 11. febrúar og sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöllunin tengist vitundarvakningu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is þar sem fjallað verður um efnið frá ýmsum hliðum.
Barnavernd#barnavernd
Vopnafjarðarhreppur starfar að barnavernd með Félagsþjónustu Múlaþings. Sveitarfélagið á fulltrúa í félagsmálanefnd Múlaþings og gætir hann hagsmuna umbjóðenda sinna í hvívetna.
Tilkynningaskylda#tilkynningaskylda
Almenningi er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef ástæða er talin til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Tilkynningaskylda samkvæmt barnaverndarlögum gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Tilkynnandi getur óskað nafnleyndar.
Starfsfólk Félagsþjónustu Múlaþings tekur á móti tilkynningum er varðar þjónustusvæði félagsþjónustunnar í síma 4 700 705 milli kl. 9 og 15 alla virka daga. Utan dagvinnutíma er hægt að hafa samband við neyðarlínuna 112 telji einstaklingur að tilkynningin krefjist tafarlausra aðgerða.
Í tilefni dagsins#i-tilefni-dagsins
Í tilefni dagsins ætla helstu viðbragðsaðilar að heimsækja leikskólann Brekkubæ.
Sú hugmynd hefur komið upp að slík heimsókn verði árleg á þessum degi bæði í leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.