112 dagurinn á Vopna­firði

Í tilefni af 112 deginum á sunnu­daginn 11. febrúar nk. munu viðbragðs­að­ilar á Vopna­firði keyra um bæinn á bílum sínum.

Lagt verður af stað kl. 13:30 og mun bíltúrinn enda við Mikla­garð, þar sem boðið verður upp á að skoða bíla og búnað.

Slysa­varna­deildin Sjöfn býður upp á kaffi, safa og kex.

Markmið 112 dagsins er að kynna neyð­ar­núm­erið, starf­semi viðbrags­aðila og auka vitund fólks á forvörnum, björgun og almanna­vörnum.

 

Slökkvilið Vopna­fjarðar
Lögreglan á Vopna­firði
Slysa­varna­deildin Sjöfn
Björg­un­ar­sveitin Vopni