Athugið að frestur til að skila inn athugasemdum er liðinn

Breyting á deili­skipu­lagi hafn­ar­svæðis: skipu­lags­lýsing

Frestur fyrir athugasemdir

21. maí 2021

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér skipu­lags­lýs­inguna skv. ákv. gr. 5.2 í skipu­lags­reglu­gerð.

Deili­skipulag hafn­ar­svæðis. Lýsing skipu­lags­áforma um breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyrir hafn­ar­svæði á Vopna­firði vegna stækk­unar á uppsjáv­ar­vinnslu.

Brim hf., eigandi fisk­vinnsl­unnar á Vopna­firði, hefur í hyggju að reisa nýja og stærri uppsjáv­ar­vinnslu á hafn­ar­bakka Vopna­fjarð­ar­hafnar. Ekki er gert ráð fyrir þeirri uppbygg­ingu í núgild­andi deili­skipu­lagi hafn­ar­svæð­isins. Stækk­unin er háð leng­ingu á lönd­un­ar­bryggj­unni og land­fyll­ingu en gert er ráð fyrir þeirri stækkun í deili­skipu­laginu.

Gild­andi deili­skipulag hafnar- og miðsvæðis á Vopna­firði var stað­fest 17. janúar 2020.

Opið hús verður í Félags­heim­ilinu Mikla­garði, miðviku­daginn 5. maí n.k.  kl. 16:00 – 17:00 og hefst með kynn­ingu ráðgjafa á skipu­lags­lýs­ing­unni í gegnum fjar­funda­búnað.

Skipu­lags­lýs­ingin verður til sýnis á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps, Hamra­hlíð 15, Vopna­firði til föstu­dagsins 21. maí 2021.

Almenn­ingi er gefinn kostur á að koma með ábend­ingar á kynn­ing­unni og/eða senda inn ábend­ingar til skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa  Vopna­fjarð­ar­hrepps, Hafn­ar­götu 28, 710 Seyð­is­firði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is.  Frestur til að skila inn athuga­semdum er til föstu­dagsins 21. maí 2021.

Hver sá, sem eigi gerir athuga­semdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.