Frestur fyrir athugasemdir
31. ágúst 2024
31. ágúst 2024
Veiðihús í landi Hofs við Hofsá breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum þ. 20. júní 2024 að að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 vegna byggingar á nýju veiðihúsi í landi Hofs í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið í samræmi við 41. gr. sömu laga.
Breytingin felur í sér að landnotkun á um 2,2 ha. svæði er breytt úr landbúnaðarsvæði yfir í verslunar og þjónustusvæði VÞ5 þar sem gert verður ráð fyrir nýju veiðhúsi við Hofsá. Nánari skilmálar og hönnun svæðisins er sett fram í deiliskipulaginu.
Ofangreindar skipulagstillögur eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins www.vopnafjardarhreppur.is og í gegnum vef Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerum 265/2023 og 439/2024.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til og með 31. ágúst 2024. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið sigurdur.jonsson@efla.is
Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Vopnafjarðarhreppi
Sigurður Jónsson