Athugið að frestur til að skila inn athugasemdum er liðinn

Breyting á aðal­skipu­lagi vegna veiði­húss í Hofs­árdal

Frestur fyrir athugasemdir

31. ágúst 2024

Veiðihús í landi Hofs við Hofsá breyting á aðal­skipu­lagi og nýtt deili­skipulag

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkti á fundi sínum þ. 20. júní 2024 að að auglýsa tillögu að breyt­ingu á Aðal­skipu­lagi Vopna­fjarð­ar­hrepps 2006-2026 vegna bygg­ingar á nýju veiði­húsi í landi Hofs í samræmi við 31. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 ásamt tillögu að deili­skipu­lagi fyrir svæðið í samræmi við 41. gr. sömu laga.

Breyt­ingin felur í sér að land­notkun á um 2,2 ha. svæði er breytt úr land­bún­að­ar­svæði yfir í versl­unar og þjón­ustu­svæði VÞ5 þar sem gert verður ráð fyrir nýju veið­húsi við Hofsá. Nánari skil­málar og hönnun svæð­isins er sett fram í deili­skipu­laginu.

Ofan­greindar skipu­lagstil­lögur eru aðgengi­legar á heima­síðu sveit­ar­fé­lagsins www.vopna­fjar­dar­hreppur.is og í gegnum vef Skipu­lags­stofn­unar www.skipu­lags­gatt.is undir máls­núm­erum 265/2023 og 439/2024.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hags­muna að gæta er gefinn kostur á að gera athuga­semdir við skipu­lagstil­löguna til og með 31. ágúst 2024. Tekið er á móti athuga­semdum á rafrænan hátt í gegnum Skipu­lags­gátt. Hægt er að óska eftir nánari leið­bein­ingum gegnum netfangið sigurdur.jonsson@efla.is

Umsagnir um skipu­lagsmál teljast til opin­berra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fund­ar­gerðum sveit­ar­fé­lagsins og eru aðgengileg opin­ber­lega á Skipu­lags­gátt­inni.

Skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúinn í Vopna­fjarð­ar­hreppi

Sigurður Jónsson