Iðju­þjálfi

Hjá Vopna­fjarð­ar­hreppi starfar iðju­þjálfi sem þjón­ustar ýmsa hópa innan sveit­ar­fé­lagsins. Starf iðju­þjálfa er víðfemt en felst m.a. í því að þjálfa, leið­beina og endur­hæfa.

Iðju­þjálfi sveit­ar­fé­lagsins skiptir verkum sínum milli leik­skóla, grunn­skóla og öldrun­ar­þjón­ustu.

Leik- og grunnskólar Vopnafjarðar#leik-og-grunnskolar-vopnafjardar

Hlut­verk

Iðju­þjálfi fram­kvæmir faglegar grein­ingar og athug­anir til þess að sýna fram á nauðsyn aukinna úrræða fyrir börn sem eiga við erfið­leika að etja í námi og samskiptum. Iðju­þjálfi kemur að hjálp­ar­tækjum og öðrum sérhæfðum búnaði fyrir þau börn sem þurfa á því að halda sem og að koma með tillögur að úrbótum í skólum og vera með ráðgjöf fyrir foreldra og starfs­fólk.

Markmið

Iðju­þjálfi eflir nemendur í að nýta styrk­leika sína til þess að ná auknum þroska og bættum lífs­gæðum. Stuðlar að aukinni færni barna í námi og félags­legum samskiptum með því að efla almenna þátt­töku þeirra við skóla­tengd verk­efni. Sinnir ráðgjöf til starfs­fólks og foreldra.

Starfs­fyr­ir­komulag

Þjón­usta iðju­þjálfa miðast við þarfir barnsins hverju sinni og er lögð áhersla á þá þætti og verk­efni sem barnið þarf að inn af hendi í daglegu leik- og starfi. Lögð er rík áhersla á að vera í góðu samstarfi við barnið, foreldra og kennara. Þjón­ustan getur einnig beinst að vinnu­um­hverfi barnsins og annara aðila sem koma þar við.

Grein­ingar, þjálfun og athug­anir eru unnar í samráði við foreldra og kennara. Niður­stöður úr þeim eru settar niður í mats­skýrslur sem berast til skóla­þjón­usta og foreldra að lokinni vinnslu á þeim.

Iðju­þjálfi býr yfir sérþekk­ingu á daglegri iðju, mati á henni og úrræðum er varða skerta færni s.s. aðlögun á umhverfi/iðju. Skil­greinir færni barna við skóla­tengda iðju og vinnur að þjálfun og grein­ingum s.s. skynúr­vinnslu, gróf­hreyfimati, fínhreyfimati, og með vett­vangs­at­hug­unum  í skólum. Vinnur í nánu samstarfi við kennara, foreldra og börn, situr fundi s.s. skila­fundi og teym­is­fundi.

Skýrsla

Iðju­þjálfi skrifar um fram­gang mála eftir hvert verk­efni og skilar skýrslum til skóla­þjón­ust­unnar. Loka­skýrslu er skilað vor hvert.

Öldrunarþjónusta#oldrunarthjonusta

Hlut­verk

Að aðstoða hinn aldraða við að taka þátt í mikil­vægum athöfnum í daglegu lífi og starfi. Auka færni í gegnum þjálfun og stuðning. Veita ráðlegg­ingar til hins aldraða og útskýra hver hans rétt­indi eru. Finna félags­legt net til að stuðla að farsælli öldrun, sem og að auka leiðir til skemmt­unar og ýta undir þátt­töku. Vera tals­maður fyrir þann aldraða og tryggja að hann fái þá þjónstu sem hann á rétt á.

Markmið

Er að aðstoða aldraða að viðhalda og efla færni þeirra við daglega iðju, sem og að hvetja þá til þess að huga að því sem þeim þykir mikil­vægt. Stuðla að sjálf­stæði, auka sjálfs­traust og aðlaga umhverfi. Veita ráðgjöf um ýmis málefni og aðstoða eins og kostur er til þess að hinn aldraði getu upplifað farsæla öldrun.

Starfs­fyr­ir­komulag

Þjón­usta iðju­þjálfa miðast við þarfir hins aldraða. Lögð er rík áhersla á að vera í góðu sambandi við hinn aldraða og ættingja. Þjón­ustan beinist að öllu því umhverfi sem hinn aldraði þarf að geta nýtt sér í daglegu starfi.

Grein­ingar, þjálfun og athug­anir eru unnar í samráði við hinn aldraða og ættingja ef þess þarf. Niður­stöður úr þeim eru settar niður í mats­skýrslur sem berast til skjól­stæðing.

Iðju­þjálfi býr yfir sérþekk­ingu á daglegri iðju, mati á henni og úrræðum er varða skerta færni s.s. aðlögun á umhverfi/iðju. Skil­greinir færni aldraða við daglega iðju og vinnur að þjálfun og grein­ingum s.s. færni­mati, mat á vitrænni getu, ökumat, mat á áttun og heim­ilis­at­hugun sem dæmi.Vinnur í nánu samstarfi við skjól­stæðing, ættingja og þá sem við kemur hinn aldraða situr fundi s.s. teym­is­fundi.

Skýrsla

Iðju­þjálfi skrifar um fram­gang mála og skilar skýrslum/niður­stöðum til viðkom­andi eða ættingja þegar við á.