Félagsleg úrræði

Sveit­ar­fé­lagið tryggir marg­vísleg félagsleg úrræði fyrir íbúa sína. Vopna­fjarð­ar­hreppur á í samstarfi við Múla­þing um rekstur félags­þjón­ustu, sveit­ar­fé­lagið á íbúðir sem leigðar eru út sem félags­legt húsnæði og veitir fjár­hags­að­stoð til þeirra er þurfa.

Félagsþjónusta#felagsthjonusta

Félags­þjón­usta Fljóts­dals­héraðs annast félags­þjón­ustu á Vopna­firði í samstarfi við Vopna­fjarð­ar­hrepp.

Allar upplýs­ingar eru á vefsíðu félags­þjón­ust­unnar.

Félags­þjón­usta í sveit­ar­fé­laginu skal stuðla að auknum lífs­gæðum og velferð íbúa svæð­isins. Hún skal vera sveigj­anleg og miðast við þörf þeirra er þurfa á henni að halda. Við fram­kvæmd þjón­ust­unnar skal gæta þess að hvetja einstak­linginn til sjálfs­ábyrgðar, virða sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt hans og styrkja hann til sjálfs­hjálpar.

Með aukinni áherslu á forvarnir skal stefnt að því að draga úr þörf fyrir sértæk úrræði. Stuðla skal að því að skapa börnum og ungmennum viðun­andi uppeld­is­skil­yrði og styrkja fjöl­skyldur í uppeld­is­hlut­verki þeirra. Einstak­lingum sé gert kleift, svo lengi sem verða má, að búa í heima­húsum með því að veita sveigj­an­lega heima­þjón­ustu.

Vopna­fjarð­ar­hreppur annast heim­il­is­þjón­ustu sína að eigin frum­kvæði og ábyrgð. Full­trúi sveit­ar­fé­lagsins fundar með starfs­fólki félags­þjón­ust­unnar á fundum þess og gætir hags­muna umbjóð­enda sinna í hvívetna.

Félagslegt húsnæði#felagslegt-husnaedi

Vopna­fjarð­ar­hreppur hefur yfir að ráða nokkrum íbúðum sem leigðar eru út til íbúa í lang­tíma­leigu.

Á skrif­stofu sveit­ar­fé­lagsins fást nánari upplýs­ingar um fram­boðið hverju sinni.

Fjárhagsaðstoð#fjarhagsadstod

Sveit­ar­fé­lagið getur veitt einstak­lingum og fjöl­skyldum undir sérstökum kring­um­stæðum fjár­hags­að­stoð.

Annars vegar er um að ræða fram­færslu­styrk sem veita má einstak­lingum sem ekki geta séð sér farborða með öðrum hætti, hins vegar er heimilt að veita einstak­lingum og fjöl­skyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna og til að koma til móts við þarfir barna vegna þátt­töku í þroska­væn­legu félags­starfi.

Þeim sem óska eftir að nýta sér slíka aðstoð er bent á að hafa samband við Félags­þjón­ustuna í síma 470 0705.