Barna­vernd

Það er skylda Vopna­fjarð­ar­hrepps í samvinnu við foreldra, forráða­menn og aðra þá aðila sem hafa með höndum uppeldi, fræðslu og heilsu­gæslu barna og ungmenna, að gæta velferðar og hags­muna þeirra í hvívetna.

Vopna­fjarð­ar­hreppur starfar að barna­vernd með Félags­þjón­ustu Múla­þings. Sveit­ar­fé­lagið á full­trúa í félags­mála­nefnd Múla­þings og gætir hann hags­muna umbjóð­enda sinna í hvívetna.

Tilkynningaskylda#tilkynningaskylda

Almenn­ingi er skylt að tilkynna til barna­vernd­ar­nefndar ef ástæða er talin til að ætla að barn búi við óvið­un­andi uppeldis­að­stæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvar­lega hættu. Tilkynn­ing­ar­skylda samkvæmt barna­vernd­ar­lögum gengur framar ákvæðum laga eða siða­reglna um þagn­ar­skyldu viðkom­andi starfs­stétta. Tilkynn­andi getur óskað nafn­leyndar.

Starfs­fólk Félags­þjón­ustu Múla­þings tekur á móti tilkynn­ingum er varðar þjón­ustu­svæði félags­þjón­ust­unnar í síma 4 700 705 milli kl. 9 og 15 alla virka daga. Utan dagvinnu­tíma er hægt að hafa samband við neyð­ar­línuna 112 telji einstak­lingur að tilkynn­ingin krefjist tafar­lausra aðgerða.

Ábendingarlína#abendingarlina

Útivistarreglur#utivistarreglur

Árstími
Aldur
Tími
1. sept. – 30. apríl
12 ára og yngri
Til kl. 20:00
13 – 16 ára
Til kl. 22:00
1. maí – 31. ágúst
12 ára og yngri
Til kl. 22:00
13 – 16 ára
Til kl. 24:00