Leik­skólinn Brekkubær


Leik­skólinn Brekkubær er þriggja deilda leik­skóli fyrir börn á aldr­inum 1 árs til 6 ára. Leik­skólinn hefur verið starf­ræktur síðan 1.desember 1991.  Foreldra­félag er starf­rækt við leik­skólann og vinnur vel með starfs­fólki. 

Á Brekkubæ eru þrjár deildir: Ásbrún fyrir börn á aldr­inum 5–6 ára, Dags­brún fyrir börn á aldr­inum 2–4 ára og Hraun­brún fyrir börn yngri en tveggja ára.  Boðið er upp á nokkra vist­un­ar­mögu­leika: 4, 5, 6, 7 eða 8 klst.

Skóla­nám­skrá og aðrar frekar upplýs­ingar má finna á vefsíðu Brekku­bæjar.

Umsóknir#umsoknir

Umsókn um leik­skóla­vist á Brekkubæ.

Æski­legt er að umsóknir um vistun berist með góðum fyrir­vara, helst tveimur til þremur mánuðum áður en vist­un­ar­samn­ingur tekur gildi.

Sagan#sagan

Í upphafi voru það kven­fé­lags­konur á Vopna­firði sem hófu rekstur gæslu­vallar árið 1967 og var hann starf­ræktur í þrjá mánuði á sumrin. Leik­skólinn var síðan stofn­aður árið 1975 og var hann til húsa í sal Verka­lýðs­fé­lags Vopna­fjarðar til ársins 1976, en þá fluttist hann í einbýl­ishús að Lóna­braut 19 sem Vopna­fjarð­ar­hreppur átti og var leik­skólinn starf­ræktur þar í nokkur ár. Þann 1. desember 1991 var síðan glæsi­legur tveggja deilda leik­skóli vígður, en bara önnur deildin var tekin í notkun það árið. Leik­skólinn fékk nafnið Brekkubær, sem var valið úr mörgum nöfnum í hugmynda­sam­keppni og var það Þorgerður Karls­dóttir sem átti það nafn. Þann 12. ágúst 2008 var opnuð ný viðbygging þar sem bættist við ein deild auk starfs­manna­að­stöðu.

Leikskólastjóri#leikskolastjori