Mikli­garður


Mikli­garður þjónar sem samkomu- og fund­arhús Vopn­firð­inga. Notkun hússins er einkum tengd menn­ing­ar­við­burðum ásamt dans­leikja­haldi og samkomum. Mikli­garður er vett­vangur allra stærstu viðburða ársins eins og þorra­blóts, árshá­tíðar sveit­ar­fé­lagsins og jóla­balls svo eitt­hvað sé nefnt.

Í húsinu eru tveir salir og getur aðalsal­urinn rúmað um 400 manns á dans­leik en um 250 manns í sæti. Minni salurinn er um 50 m2, og er tilvalinn til fund­ar­halda fyrir minni hópa. Í húsinu er einnig eldhús og bar.

Umsjónarmaður#umsjonarmadur

Saga félagsheimilisins#saga-felagsheimilisins

Félags­heim­ilið Mikli­garður var tekið í notkun árið 1953. Hefur það síðan þjónað sem samkomu- og fund­arhús sveit­ar­fé­lagsins en var líka notað sem íþróttahús fram til ársins 1990, þegar íþróttahús var byggt við hið grunn­skólans. Í Mikla­garði höfðu Lions- og Kiwanis­klúbbar fundi sína til langs tíma og þar var starf­rækt leik­félag.