Íþrótta­svæði


Íþrótta­svæðið er í Holt­unum, efstu byggðum bæjarins. Á svæðinu eru grasvellir, vall­arhús, strand­bla­kvöllur, fris­bí­golf­völlur og ærslabelgur. 

Á íþrótta­svæðinu eru tveir grasvellir, fris­bí­golf­völlur, strand­bla­kvöllur og ærslabelgur. Grasvell­irnir tveir eru notaðir yfir sumar­tímann af Ungmenna­fé­laginu Einherja; aðal­lega til fótbolta­iðk­unar en einnig undir frjálsar íþróttir. Við vellina standa tvö hús; gamla og nýja vall­ar­húsið.

Fótboltavellir#fotboltavellir

Tveir stórir grasvellir eru á íþrótta­væðinu. Á þeim stendur Ungmenna­fé­lagið Einherji fyrir æfingum og keppni á sumrin. Mest eru vell­irnir notaðir undir fótbolta­iðkun en nokkrum sinnum á sumri eru þar haldin námskeið í frjálsum íþróttum.

Eldri völl­urinn er á neðri hluta svæð­isins og var áður aðal­völlur Vopna­fjarðar og Einherja. Á efri hluta svæð­isins er völlur sem tekinn var í notkun árið 2014. Sá völlur var áður malar­völlur en sumarið 2013 var völl­urinn tyrfður af félags­mönnum Einherja. Þjónar sá völlur nú sem aðal­völlur félagsins en sá gamli er notaður sem æfinga­svæði.

Vallarhús#vallarhus

Nýtt vall­arhús var tekið í notkun sumarið 2020. Í húsinu eru tveir rúmgóðir búnings­klefar, klefar fyrir dómara, samkomu­salur og salerni fyrir gesti. Gamla vall­ar­húsið stendur rétt innan við hið nýja en það þjónaði sem sem flug­skýli við Vopna­fjarð­ar­flug­völl áður en það var flutt á íþrótta­svæðið í lok níunda áratug­arins.

Strandblakvöllur#strandblakvollur

Sumarið 2020 var strand­bla­kvöllur tekinn í notkun á íþrótta­svæðinu. Völl­urinn er utan við gamla grasvöllinn, neðan við ærslabelg. Um er að ræða löglegan strand­bla­kvöll sem býður upp á enn einn mögu­leikann til íþrótta­iðk­unar á Vopna­firði.

Ærslabelgur#aerslabelgur

Utan við gamla grasvöllinn, við hlið strand­bla­kvallar, er ærslabelgur. Belg­urinn er í hefð­bund­inni stærð og opinn almenn­ingi allt sumarið á milli klukkan 10 og 22.

  • Fara þarf úr skóm áður en farið er á belginn
  • Ekki er leyfi­legt að hoppa með gler­augu
  • Ekki er leyfi­legt að hoppa með oddhvassa hluti
  • Ekki er leyfi­legt að hoppa í rign­ingu
  • Ekki er leyfi­legt að borða á belgnum

Á ærslabelgnum hoppa allir á eigin ábyrgð!

Frisbígolfvöllur#frisbigolfvollur

Sumarið 2021 var fris­bí­golf­völlur tekinn í notkun við íþrótta­svæðið. Fris­bí­golf hefur notið vaxandi vinsælda undan­farin ár.