Slysa­varn­ar­deildin Sjöfn


Slysa­varn­ar­deildin Sjöfn var stofnuð árið 1967 og starfar innan Lands­bjargar. Um land allt starfa slysa­varna­deildir sem hafa það að megin­mark­miði að koma í veg fyrir slys og óhöpp í sinni heima­byggð ásamt því að styðja við bakið á björg­un­ar­sveit­unum, aðstoða þær við fjár­afl­anir og veita þeim marg­hátt­aðan stuðning vegna útkalla og aðgerða. Hér á Vopna­firði hefur Slysa­varna­deildin Sjöfn, um langt árabil, reynst Björg­un­ar­sveit­inni Vopna öflugur bakhjarl auk þess sem deildin hefur stutt ýmsa aðila sérstak­lega.