Kiwanis­klúbburinn Askja


Kiwanis­klúbburinn Askja var stofn­aður 6. janúar 1968 og fellur undir Óðins­svæði Kiwanis-hreyf­ing­ar­innar. Kiwanis er alþjóðleg þjón­ustu­hreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfé­lagið, og láta gott af sér leiða.

Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstak­lingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóð­legum verk­efnum innan hinnar alþjóð­legu hreyf­ingar. Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu. Ekki síst vinna þeir að mann­úðar og fram­fara­málum sem horfa til heilla fyrir bæjar­félag þeirra, sem opin­berir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt. Þannig verða þeir leið­andi aðilar í sínu byggð­ar­lagi.

Vopn­firskir Kiwan­is­menn hafa fylgt hugmyndum alþjóða­hreyf­ing­ar­innar í gegnum árin og lagt mýmörgum góðum málefnum lið.

Fund­ar­staður þeirra er Hótel Tangi og koma þeir þar saman annan og fjórða fimmtudag í mánuði kl. 19:30.