Hesta­manna­fé­lagið Glófaxi


Hesta­manna­fé­lagið Glófaxi hefur aðsetur sitt í hest­húsa­hverfinu í Vesturárdal, í landi Norður-Skála­ness skammt frá þétt­býli Vopna­fjarðar. 

Hefur starfinu vaxið fiskur um hrygg með nýju áhuga­sömu fólki en hesta­gerði félagsins hefur dregið að sér fjölda fólks þegar boðið hefur verið uppá viðburði tengdu starfi þess. Úr hópi félags­manna hafa menn sótt námskeið í hesta­mennsku og geta þannig fært þekk­ingu sína áfram til áhuga­samra íbúa sveit­ar­fé­lagsins. Í ljósi þessa hefur Glófaxi boðið uppá reið­nám­skeið sl. sumur sem vel hafa verið sótt.