Byggðamerki Vopnarfjarðarhrepps leysti af hólmi eldra merki í september 2020. Nýtt merki var kynnt til leiks ásamt nýrri ásýnd sveitarfélagsins sem Kolofon hönnunarstofa hannaði.
Byggðamerkið er teiknað út frá reglum skjaldamerkjafræðarinnar og stenst nú reglur Hugverkastofunnar um gerð byggðamerkja.
Nýtt merki er byggt á sama grunni og hið eldra; bláma fjallanna og hafflatarins og goðsögn um landvættinn, drekann í Vopnafirði.
Sækja byggðarmerki | zip / 6 mb |
„Hann sá að fjöll öll og hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vopnafjörð þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan eftir dalnum dreki mikill og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann.“
Heimskringla, Ólafs saga Tryggvasonar. Kafli 33. „Frá Haraldi Gormssyni.“