Byggða­merki

Byggða­merki Vopn­ar­fjarð­ar­hrepps leysti af hólmi eldra merki í sept­ember 2020. Nýtt merki var kynnt til leiks ásamt nýrri ásýnd sveit­ar­fé­lagsins sem Kolofon hönn­un­ar­stofa hannaði. 

Byggða­merkið er teiknað út frá reglum skjalda­merkja­fræð­ar­innar og stenst nú reglur Hugverka­stof­unnar um gerð byggða­merkja.

Nýtt merki er byggt á sama grunni og hið eldra; bláma fjall­anna og hafflat­arins og goðsögn um land­vættinn, drekann í Vopna­firði.

Nýtt merki Vopnafjarðarhrepps hannað af Kolofon og tekið í notkun 2020.

„Hann sá að fjöll öll og hólar voru fullir af land­vættum, sumt stórt en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vopnafjörð þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan eftir dalnum dreki mikill og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann.“

Heimskringla, Ólafs saga Tryggvasonar. Kafli 33. „Frá Haraldi Gormssyni.“