Vopna­fjörður verður Barn­vænt sveit­ar­félag

Vopna­fjarð­ar­hreppur er á loka­metr­unum í ferlinu til að verða Barn­vænt sveit­ar­félag í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Barnvæn sveit­ar­félög er verk­efni sem styður sveit­ar­félög við að innleiða Barna­sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna í alla sína stjórn­sýslu og starf­semi. Mark­miðið með verk­efninu er að tryggja að rödd barna heyrist í öllum ákvörð­unum sem varða þau og að þau alist upp í virku og öruggu samfé­lagi þar sem þau njóta jafns rétts og tæki­færa.

Vopna­fjarð­ar­hreppur stefnir að því að hljóta viður­kenn­ingu sem Barn­vænt sveit­ar­félag fyrir áramótin 2025. Ferlið tekur almennt um tvö ár og viður­kenning frá UNICEF Íslandi gildir í þrjú ár. Til að viðhalda henni þarf sveit­ar­fé­lagið að setja sér ný markmið og halda áfram fram­þró­un­inni. Verk­efnið hefur verið unnið í nánu samstarfi við starfs­fólk sveit­ar­fé­lagsins, skóla, frístund­astarf, ungmennaráð og ekki síst börnin sjálf.

Barnvænt sveitarfélag leggur áherslu á:#barnvaent-sveitarfelag-leggur-aherslu-a

  • Að börn hafi áhrif á umhverfi sitt og ákvarð­anir
  • Að velferð barna sé í forgrunni í allri stefnu­mótun
  • Að mann­rétt­indi barna séu virt og efld
  • Að raddir barna heyrist – í raun og veru.

Nú stendur yfir vinna við loka­skýrslu, þar sem niður­stöður og næstu skref verða kynnt.

Hægt er að kynna sér nánar um verk­efnið á heima­síðu Barn­vænna sveit­ar­fé­laga hér.