Vopna­fjörður hlýtur viður­kenn­ingu sem Barn­vænt sveit­ar­félag

Það var líf og gleði í Vopna­fjarð­ar­skóla í dag þegar UNICEF afhenti sveit­ar­fé­laginu form­lega viður­kenn­ingu sem Barn­vænt sveit­ar­félag.

Frá UNICEF mættu Marín Rós Eyjólfs­dóttir og Birna , sem afhentu sveit­ar­fé­laginu viður­kenn­inguna og fluttu einnig ávarp þar sem þær lofuðu sýn og vinnu Vopna­fjarðar að því að setja börn og rétt­indi þeirra í forgrunn og nefndu einnig að Vopna­fjörður er fámenn­asta sveit­ar­fé­lagið til að taka á móti viður­kenn­inguni hingað til.

Þær bentu á að viður­kenn­ingin er bara varða á hring­vegi og þurfum við stöðugt að halda áfram vinnu okkar að innleið­ingu sátta­málans og hlusta á raddir barna og skapa umhverfi þar sem þau fá að blómstra.

Ungmennaráð Vopna­fjarðar og Þórhildur Sigurð­ar­dóttir, verk­efna­stjóri æsku­lýðs- og frístunda­mála og innleið­ing­ar­stjóri farsældar, tóku við viður­kenn­ing­unni með stolti og lýstu því að þetta væri mikil­vægt skref í áfram­hald­andi uppbygg­ingu samfé­lagsins.

Myndir: Dagný Stein­dórs­dóttir.