Það var líf og gleði í Vopnafjarðarskóla í dag þegar UNICEF afhenti sveitarfélaginu formlega viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag.
Frá UNICEF mættu Marín Rós Eyjólfsdóttir og Birna , sem afhentu sveitarfélaginu viðurkenninguna og fluttu einnig ávarp þar sem þær lofuðu sýn og vinnu Vopnafjarðar að því að setja börn og réttindi þeirra í forgrunn og nefndu einnig að Vopnafjörður er fámennasta sveitarfélagið til að taka á móti viðurkenninguni hingað til.
Þær bentu á að viðurkenningin er bara varða á hringvegi og þurfum við stöðugt að halda áfram vinnu okkar að innleiðingu sáttamálans og hlusta á raddir barna og skapa umhverfi þar sem þau fá að blómstra.
Ungmennaráð Vopnafjarðar og Þórhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og frístundamála og innleiðingarstjóri farsældar, tóku við viðurkenningunni með stolti og lýstu því að þetta væri mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins.





Myndir: Dagný Steindórsdóttir.