Vopna­fjarð­ar­hreppur auglýsir eftir rekstr­ar­aðila veit­inga­hluta í Kaup­vangi

Vopna­fjarð­ar­hreppur auglýsir hér með eftir áhuga­sömum aðilum til þess að taka að sér veit­ing­a­rekstur á jarðhæð í Kaup­vangi sem er virðu­legt hús í miðbæj­ar­kjarna Vopna­fjarðar.

Undan­farin þrjú ár hefur verið rekinn veit­ing­ar­staður í rýminu og áður hefur verið veit­ing­a­rekstur af ýmsu tagi s.s. kaffihús og fjöl­breyttir viðburðir.

Um er að ræða sal með eldhúsi og rými inn af eldhúsi. Þá eru tvö salerni á jarðhæð sem og aðgangur að starfs­manna­sal­erni á efri hæð. Samtals 102,35 fermetrar. Aðal­inn­gangur er á fram­hlið hússins.

Óskað er eftir umsóknum um veit­ing­a­rekstur í húsinu. Umsóknum þarf að fylgja upplýs­ingar um tegund veit­ing­a­reksturs, ásamt hugmyndum um opnun­ar­tíma og annað því tengt. Leiga rýmisins mun m.a. taka tillit til starf­semi í húsinu, opnun­ar­tíma og þátt­töku í upplýs­inga­gjöf svæð­isins. Þá mega gjarnan fylgja hugmyndir um aðra menn­ing­ar­tengda starf­semi, þó það sé ekki skil­yrði.

Rekstr­inum hefur fylgt aðkoma að upplýs­inga­gjöf til almenn­ings og ferða­manna og einnig þrif á almanna­rými og anddyri á jarðhæð, en um það er samið sérstak­lega. Húsinu fylgir búnaður þó alls ekki tæmandi.

Umsókn um rekstur og humyndir um starf­semi í umræddu húsnæði skal skilað til skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps rafrænt á netfangið valdi­marh@vfh.is merkt Kaup­vangur – Hreppsráð í síðasta lagi til og með föstu­deg­inum 5. sept­ember nk.

Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er og/eða hafna öllum tilboðum.

Allar frekari upplýs­ingar veitir Valdimar O. Hermannsson, sveit­ar­stjóri í síma 860 6770.