Virkni­þing á Vopna­firði

Vopna­fjarð­ar­hreppur býður íbúa og gesti velkomna á Virkni­þing á Vopna­firði, þar sem hreyfing, heilsa og samvera verða í forgrunni. Þingið fer fram Í Mikla­garði 25. sept­ember nk. kl. 15:00-17:00 og er ætlað öllum sem vilja kynnast fjöl­breyttu fram­boði íþrótta- og heilsu­tengdra verk­efna á svæðinu.

Á þinginu munu helstu aðilar sem bjóða upp á hreyf­ingu og heilsu­tengt starf á Vopna­firði kynna sitt starf og fram­tíð­ar­mögu­leika. Gestir fá tæki­færi til að hitta full­trúa íþrótta­fé­laga og félaga­sam­taka fræðast um nýjar leiðir til að efla hreyf­ingu í daglegu lífi og taka þátt í skemmti­legum kynn­ingum.

Elísabet Reyn­is­dóttir eða Beta Reynis, næringa­fræð­ingur og fyrir­lesari, verður með sérstakan fyrir­lestur þar sem hún deilir hvetj­andi hugmyndum og reynslu um virkni, lífs­stíl og jákvæða hugar­fars­breyt­ingu.

Virkni­þingið er í tilefni af íþrótta­viku Evrópu og er styrkt afíþrótta­sjóði BeActive, sem stuðlar að aukinni hreyf­ingu og bættri heilsu lands­manna. Einnig eru verk­efnin Gott að eldast og Bjartur lífstíll samstarfs­að­ilar verk­efn­isins. Léttar veit­ingar og kaffi á könn­unni.

Við hvetjum öll til að mæta, kynnast fram­boði á svæðinu og fá innblástur til að taka skref í átt að virkara og heil­brigðara lífi.