Vopnafjarðarhreppur býður íbúa og gesti velkomna á Virkniþing á Vopnafirði, þar sem hreyfing, heilsa og samvera verða í forgrunni. Þingið fer fram Í Miklagarði 25. september nk. kl. 15:00-17:00 og er ætlað öllum sem vilja kynnast fjölbreyttu framboði íþrótta- og heilsutengdra verkefna á svæðinu.
Á þinginu munu helstu aðilar sem bjóða upp á hreyfingu og heilsutengt starf á Vopnafirði kynna sitt starf og framtíðarmöguleika. Gestir fá tækifæri til að hitta fulltrúa íþróttafélaga og félagasamtaka fræðast um nýjar leiðir til að efla hreyfingu í daglegu lífi og taka þátt í skemmtilegum kynningum.
Elísabet Reynisdóttir eða Beta Reynis, næringafræðingur og fyrirlesari, verður með sérstakan fyrirlestur þar sem hún deilir hvetjandi hugmyndum og reynslu um virkni, lífsstíl og jákvæða hugarfarsbreytingu.
Virkniþingið er í tilefni af íþróttaviku Evrópu og er styrkt afíþróttasjóði BeActive, sem stuðlar að aukinni hreyfingu og bættri heilsu landsmanna. Einnig eru verkefnin Gott að eldast og Bjartur lífstíll samstarfsaðilar verkefnisins. Léttar veitingar og kaffi á könnunni.
Við hvetjum öll til að mæta, kynnast framboði á svæðinu og fá innblástur til að taka skref í átt að virkara og heilbrigðara lífi.