Umgengni á skóla­lóðum og við tjald­svæði

Slæm umgengni utan opnun­ar­tíma á leik­skóla­lóð­inni við Brekkubæ hefur lítið lagast undan­farnar vikur og hefur nú einnig teygt anga sína til aðstöðu við tjald­svæðið okkar. 

Sést hefur til barna/unglinga á þessum svæðum utan opnun­ar­tíma leik­skólans og einnig við tjald­svæðið.

Um leið og við minnum okkur öll á að ganga vel um þá biðlum við enn á ný sérstak­lega til foreldra að ræða þessi mál við börn sín og hvetja þau til að ganga sóma­sam­lega um umhverfið okkar.

Þess má geta að full­trúar sveit­ar­fé­lagsins hafa fundað með lögreglu vegna þessara mála og verið er að skoða að setja upp eftir­lits­mynda­vélar á þessi svæði. Það er bæði kostn­að­ar­samt og sorg­legt ef þarf að grípa til þess ráðs en eins og staðan er í dag virðist ekkert annað vera í stöð­unni.