Umgengni á leik­skóla­lóð­inni við Brekkubæ

Borið hefur á slæmri umgengni á leik­skóla­lóð­inni við Brekkubæ undan­farið.

Þar hafa meðal annars verið unnin skemmd­ar­verk á húsnæði auk þess sem þar hefur verið skilið eftir rusl eins og nikó­tín­púðar, sælgæt­is­bréf, sælgæti, gosflöskur, verkjalyf og fleira.

Skil­yrði fyrir því að lóðin umhverfis leik­skólann og leik­tæki á henni séu opin almenn­ingi utan opnun­ar­tíma leik­skólans eru þau að gengið sé af virð­ingu um svæðið.

Foreldrar og forráða­menn eru hvattir til að ræða þessi mál við börn sín til að reyna eftir mætti að koma í veg fyrir þessa slæmu umgengni.

Berum virð­ingu fyrir hverju öðru, umhverfinu og eigum okkar allra!