Um bilun í Vatns­veitu Vopna­fjarð­ar­hrepps

Í byrjun síðustu viku varð vart við vandamál í Vatns­veitu Vopna­fjarð­ar­hrepps. 

Í fyrstu var talið að lofttappi í lögn­inni væri þess vald­andi að vatns­rennsli minnkaði allveru­lega. Eftir miklar athug­anir kom í ljós að svo var ekki og að líklegt væri að vatns­lögnin í Svína­bakka­fjalli væri lögst saman. Síðast­liðinn þriðjudag var farið með mann­skap og gröfu í fjallið og leit að bilun­inni hófst. Bar sú leit árangur um klukkan 18 þann sama dag.  Vegna jarð­sigs var komið brot í lögnina þannig að lítið af vatni náði í gegnum hana. Um klukkan 21 á þriðju­dags­kvöld var viðgerð lokið og vatns­rennsli komið aftur í eðli­legt horf.

Starfs­menn þjón­ustumið­stöðvar sinntu þessu verk­efni og nutu ómet­an­legrar aðstoðar starfs­manna Brims hf., Bíla og Véla ehf. og Lækj­ar­móta ehf. 

Bilanir í vatns­veitu koma sér afar illa en þessi þó alveg sérstak­lega þar sem nú er í gangi vinnsla á loðnu­hrognum í uppsjáv­ar­frysti­húsi Brims hf. og því mjög áríð­andi að nægt vatn sé fyrir hendi. Bilun þessi tafði fyrir löndun úr Víkingi og olli því að Venus landaði síðasta loðnufarm­inum á Akra­nesi. Eins og við vitum er tíminn eitt það dýrmæt­asta sem við eigum þegar hrogna­vertíð stendur yfir og því miður sýndi það sig vel að þessu sinni.