Á 34. fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps 19. september s.l. var samþykktur kaupsamningur sveitarfélagsins við AFLs Starfsgreinarfélags á eigninni Lónabraut 4 (Austurborg).
Afhendingin fór fram í gær 30. október, en hluti af kaupverðinu er greitt með því að AFL taki á leigu herbergi 4 í Kaupvangi þar sem starfsemi AFLs verður á Vopnafirði.
Austurborg verður að mestu nýtt í frístund fyrir börn 1.-4. bekk.