Starfa­messa Aust­ur­lands 2024

VILTU SEGJA FRÁ STÖRF­UNUM Í ÞÍNU FYRIR­TÆKI?

Starfa­messa verður haldin fimmtu­daginn 19. sept­ember frá kl. 10-14  í íþrótta­húsinu á Egils­stöðum. Mark­miðið að kynna störf og starfs­greinar í heima­byggð fyrir ungu fólki í lands­hlut­anum.

Fyrir­tækjum og stofn­unum á Aust­ur­landi býðst að setja upp sýning­arbás þar sem starfs­menn geta kynnt fyrir nemendum þau störf sem unnin eru.

Við hvetjum atvinnu­rek­endur að taka þátt í Starfa­messu Aust­ur­lands 2024, leggja sitt af mörkum að kynna fyrir ungu fólki fram­tíð­ar­störf- og tæki­færi á Aust­ur­landi!

Við höldum líka úti hlað­varpinu Aust­ur­land hlað­varp. Í nýjustu þátt­unum er m.a. rætt við Stefán Gíslason hjá Environice sem nýlega var fyrir austan að kynna skýrslu um kolefn­is­spor Aust­ur­lands. Þá er líka nýlegt viðtal við Ragn­hildi Ásvalds­dóttur í Slát­ur­húsinu í tilefni af Grímu­verð­laun­unum sem sýningin „Holl­vættir á heiði“ hlaut og við nýsköp­un­ar­fræð­inginn Arnar Sigurðsson sem er okkur hjá Aust­urbrú innan handar við stjórn á verk­efninu Austanátt sem um var getið hér að ofan.

Nánar á vef Aust­ur­brúar hér.