VILTU SEGJA FRÁ STÖRFUNUM Í ÞÍNU FYRIRTÆKI?
Starfamessa verður haldin fimmtudaginn 19. september frá kl. 10-14 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Markmiðið að kynna störf og starfsgreinar í heimabyggð fyrir ungu fólki í landshlutanum.
Fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi býðst að setja upp sýningarbás þar sem starfsmenn geta kynnt fyrir nemendum þau störf sem unnin eru.
Við hvetjum atvinnurekendur að taka þátt í Starfamessu Austurlands 2024, leggja sitt af mörkum að kynna fyrir ungu fólki framtíðarstörf- og tækifæri á Austurlandi!
Við höldum líka úti hlaðvarpinu Austurland hlaðvarp. Í nýjustu þáttunum er m.a. rætt við Stefán Gíslason hjá Environice sem nýlega var fyrir austan að kynna skýrslu um kolefnisspor Austurlands. Þá er líka nýlegt viðtal við Ragnhildi Ásvaldsdóttur í Sláturhúsinu í tilefni af Grímuverðlaununum sem sýningin „Hollvættir á heiði“ hlaut og við nýsköpunarfræðinginn Arnar Sigurðsson sem er okkur hjá Austurbrú innan handar við stjórn á verkefninu Austanátt sem um var getið hér að ofan.
Nánar á vef Austurbrúar hér.