Rekstur tjald­svæðis Vopna­fjarðar

Vopna­fjarð­ar­hreppur auglýsir eftir samstarfs­aðila um rekstur á tjald­svæði sveit­ar­fé­lagsins ofan Lóna­brautar. Um er að ræða full­búið svæði og tilheyr­andi mann­virki.

Samstarfs­aðili skal sjá um rekstur svæð­isins og mann­virkja sem þar eru, innheimtu afnota­gjalda, upplýs­inga­gjöf og þjón­ustu við ferða­menn, auglýs­ingar fyrir svæðið og annað tilheyr­andi.  Samstarfs­aðili hafi síðan tekjur af svæðinu en beri jafn­framt kostnað af daglegum rekstri.  Til kostn­aðar telst m.a. þrif á svæðinu og mann­virkjum, sláttur og eftirlit.

Hugmynd sveit­ar­fé­lagsins er að leigutaki hafi mögu­leika á að greiða leigu­verðið að hluta til dæmis með endur­bótum á svæðinu, þátt­töku í uppbygg­ingu þess sem hluta af ferða­þjón­ustu, viðhaldi mann­virkja.

Árlegur opnun­ar­tími tjald­svæð­isins skal vera a.m.k. frá 1. maí til 30 sept­ember. 

Sveit­ar­fé­lagið er þó áhuga­samt um að lengja opnun­ar­tíma svo mikið sem mögu­legt er.

Stefnt er að því að samstarfs­aðili taki við svæðinu vorið 2022.

Við val á samstarfs­aðila verður m.a. horft til:

  • Jákvæðni og vilja til að taka þátt í að byggja upp áhuga­verðan kost fyrir gesti.
  • Skýrri fram­tíð­arsýn hvað rekstur tjald­svæð­isins varðar.
  • Hagkvæmni sveit­ar­fé­lagsins af samn­ingi.
  • Reynslu af ferða­þjón­ustu.
  • Reynslu af rekstri.
  • Reglu­semi og samvisku­semi

Gert er skil­yrði um að viðkom­andi sé í skilum með opinber gjöld.

Nánari upplýsingar og umsóknir#nanari-upplysingar-og-umsoknir

Nánari upplýs­ingar eru veittar á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps í síma 473 1300.

Fyrir­spurnir/umsóknir skal senda á netfangið skrif­stofa@vfh.is fyrir 25. mars 2022.