Vegna mikillar ófærðar í dag eru aðstæður erfiðar á vegum og götum. Unnið er hörðum höndum að mokstri og hreinsun, en við biðjum alla um að sýna þolinmæði og aðgát.
Vegna færðar og veðurs fellur niður skólahald í Vopnafjarðarskóla og leikskólinn Brekkubær verður lokaður í dag.
Selárlaug verður einnig lokuð í dag sem og íþróttahúsið.
Samkvæmt tilmælum almannavarna er fólk hvatt til að halda sig heima.
Förum varlega!