Nú geta Vopnfirðingar sótt og póstlagt pakka í póstbox allan sólarhringinn.
Pósturinn hefur sett upp póstbox á Vopnafirði sem er alltaf opið, árið um kring. Póstboxið er staðsett við Torgið og það er bæði einfalt og þægilegt í notkun. Þegar pakkinn er kominn í póstbox færðu skilaboð með QR-kóða og PIN-númeri. Þú ræður hvort þú skannar kóðann eða notar PIN-númerið. Þá opnast póstboxið og pakkinn kemst í þínar hendur.
Hægt að senda pakka með póstboxum
Það er einnig hægt að senda pakka hvert sem er með því að nota póstbox. Það er gert í örfáum skrefum: Þú skráir pakkann á posturinn.is eða í appinu, færð strikamerki, skutlast í póstboxið þar sem þú prentar út miða, límir á pakkann og stingur honum svo inn í hólfið. Pósturinn sér svo um rest.
Ánægðustu viðskiptavinir Póstsins eru þeir sem nota póstbox
Við hvetjum alla til þess að prófa að nota póstboxin til að sækja pakka og senda. Það hefur sýnt sig að það var mikil þörf á þessari þjónustu en það eru einmitt þeir viðskiptavinir Póstsins sem nota póstbox sem eru hvað ánægðastir.“