Nýtt póstbox á Vopna­firði

Nú geta Vopn­firð­ingar sótt og póst­lagt pakka í póstbox allan sólar­hringinn.

Póst­urinn hefur sett upp póstbox á Vopna­firði sem er alltaf opið, árið um kring. Póst­boxið er stað­sett við Torgið og það er bæði einfalt og þægi­legt í notkun. Þegar pakkinn er kominn í póstbox færðu skilaboð með QR-kóða og PIN-númeri. Þú ræður hvort þú skannar kóðann eða notar PIN-númerið. Þá opnast póst­boxið og pakkinn kemst í þínar hendur.

Hægt að senda pakka með póst­boxum

Það er einnig hægt að senda pakka hvert sem er með því að nota póstbox. Það er gert í örfáum skrefum: Þú skráir pakkann á post­urinn.is eða í appinu, færð strika­merki, skutlast í póst­boxið þar sem þú prentar út miða, límir á pakkann og stingur honum svo inn í hólfið. Póst­urinn sér svo um rest.

Ánægð­ustu viðskipta­vinir Póstsins eru þeir sem nota póstbox

Við hvetjum alla til þess að prófa að nota póst­boxin til að sækja pakka og senda. Það hefur sýnt sig að það var mikil þörf á þessari þjón­ustu en það eru einmitt þeir viðskipta­vinir Póstsins sem nota póstbox sem eru hvað ánægð­astir.“