Nýr samn­ingur Slökkvi­liðs Vopna­fjarðar við Múla­þing

Nú hefur verið undir­rit­aður nýr samn­ingur á milli Vopna­fjarð­ar­hrepps og Múla­þings um þátt­töku í sameig­in­legum kostnaði við bruna­varnir í Múla­þingi, Vopna­fjarð­ar­hreppi og Fljóts­dals­hreppi. Áður hafði Slökkvilið Vopna­fjarðar verið hluti af Bruna­vörnum Aust­ur­lands.

Í nýjum samn­ingi kemur m.a. fram að Slökkvilið Múla­þings annist bruna­varnir í Vopna­fjarð­ar­hreppi samkvæmt þeim þjón­ustu­kröfum sem gerðar eru í lögum um bruna­varnir og brunamál hverju sinni. Auk þess sinnir SM eldvarn­ar­eft­ir­liti í Vopna­fjarð­ar­hreppi.

Vopna­fjarð­ar­hreppur á fast­eignir og búnað Slökkvi­liðs Vopna­fjarðar, ásamt búnaði slökkvi­liðs­manna og ber ábyrgð á að þau mál séu í samræmi við kröfur, lög og reglu­gerðir um bruna­varnir og brunamál hverju sinni.

Á Vopna­firði verða áfram starf­andi tveir varð­stjórar Slökkvi­liðs Vopna­fjarðar, sem munu í góðu samráði við Slökkvilið Múla­þings koma að skipu­lagi bruna­varna, æfingum, þjálfun og aðgerða­stjórn á vett­vangi. Nýr samn­ingur gildir frá 01.02.2025 og er ótíma­bundinn, en getur komið til endur­skoð­unar við hver áramót og er uppsegj­an­legur með 6 mánaða fyrir­vara.

Þriðju­daginn 4. febrúar s.l. var haldinn samráðs­fundur á slökkvi­stöð­inni á Vopna­firði, um nýtt upphaf. Á næst­unni verður auglýst eftir fleiri slökkvi­liðs­mönnum í Slökkvilið Vopna­fjarðar, farið yfir búnað og aðstöðu slökkvi­liðsins . Einnig stendur til að halda kynnigu á starfs­sem­inni auk þess að skipu­lagðar verða kynn­ingar og þjálfun fyrir nýja aðila í slökkvi­liði.

Á meðfylgj­andi mynd má sjá: Haraldur Geir Eðvaldsson, Slökkvi­liðs­stjóri Slökkvi­liðs Múla­þings, Ingvar Birkir Einarsson, Varaslökkvi­liðs­stjóri Slökkvi­liðs Múla­þings, Björn Heiðar Sigur­björnsson og Hreiðar Geirsson varð­stjórar við Slökkvilið Vopna­fjarðar.