Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf hefur tekið við rekstri landsbyggðarstrætó á þremur leiðum á Norður og Norðausturlandi frá 1. janúar 2026.
Ekið er nú samkvæmt gildandi vetraráætlun Strætó:
Leið 56 Egilsstaðir – Akureyri – Egilsstaðir #leid-56-egilsstadir-akureyri-egilsstadir
Ekin er ein ferð á dag föstudaga, sunnudaga, mánudaga, þriðjudaga.
Leið 78 Siglufjörður – Akureyri – Siglufjörður#leid-78-siglufjordur-akureyri-siglufjordur
Eknar eru þrjár ferðir á dag alla virka daga og ein ferð á sunnudögum.
Leið 79 Húsavík – Akureyri – Húsavík#leid-79-husavik-akureyri-husavik
Eknar eru þrjár ferðir á dag alla virka daga og tvær ferðir á sunnudögum.
Reiknað er með fjölgun ferða á leið 56 í sumaráætlun 2026 sem tekur gildi í vor.
Tímatöflur allra leiða má sjá heimasíðu Strætó hér.