Ný stefna um Saman gegn sóun í bígerð – opinn fundur á Hótel Vala­skjálf 22. apríl

Umhverf­is­stofnun hefur verið falið að endur­skoða stefnu stjórn­valda um úrgangs­for­varnir – Saman gegn sóun. Mikil­vægur liður í þeirri vinnu er að fá innsýn í sjón­armið fólks, fyrir­tækja, sveit­ar­fé­laga og stofnana um land allt.

Þann 22. apríl frá kl. 13:00-15:30 verður Umhverf­is­stofnun með opinn fund á Hótel Vala­skjálf þar sem þátt­tak­endur fá fræðslu um þau tæki­færi sem liggja í bættri nýtingu og minni sóun og færi á að koma með tillögur að aðgerðum.

Frítt inn og léttar veit­ingar – fund­inum verður einnig streymt.

Hér er viðburð­urinn á Face­book
Skráning er nauð­synleg – sjá hér

HVAÐ ERU ÚRGANGS­FOR­VARNIR?

 • Hvernig komum við í veg fyrir að verð­mæti verði að rusli?
 •  Hvernig nýtum við hluti, efni og auðlindir betur og lengur?
 • Hvernig getur fjár­magn og reglu­verk hjálpað fyrir­tækjum í átt að minni sóun?
 • Hvaða ávinning hefur þetta allt saman í för með sér fyrir fyrir­tæki og fólk?

Þetta er kjarninn í stefnu stjórn­valda um úrgangs­for­varnir – Saman gegn sóun.

FYRIR HVER?

 • Öll!
  • Starfs­fólk fyrir­tækja
  • Starfs­fólk sveit­ar­fé­laga og stofnana
  • Nemendur
  • Almenning

AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ MÆTA?

 • Tæki­færi til að hafa bein áhrif á stefnu stjórn­valda og koma sjón­ar­miðum þínum eða þíns vinnu­staðar á fram­færi
 • Fræðsla um hringrás­ar­hag­kerfið
 • Innblástur frá fyrir­tækjum á svæðinu
 • Tæki­færi til að spyrja sérfræð­inga spurn­inga
 • Tæki­færi til að ræða við fólk og fyrir­tæki af svæðinu um þessi mál

DAGSKRÁ

Á dagskrá eru erindi frá Saman gegn sóun, Aust­urbrú, Alcoa. Hall­orms­staða­skóla og Fjarða­básum. Eftir erindin tekur við samtal um aðgerðir.