Ný korta­vefsjá Vopna­fjarð­ar­hrepps

Vopna­fjarð­ar­hreppur hefur nú tekið í notkun nýjan landupp­lýs­ingavef, eða korta­vefsjá sveit­ar­fé­lagsins, sem markar stórt fram­fara­skref í staf­rænum innviðum sveit­ar­fé­lagsins.

Vefsjáin er hýst og unnin af Eflu verk­fræði­stofu, og hefur Þjón­ustumið­stöð Vopna­fjarð­ar­hrepps unnið að verk­efninu í samstarfi við Eflu frá því snemma á árinu.

Korta­vef­sjáin veitir notendum aðgang að fjöl­breyttum upplýs­ingum sem áður voru að mestu bundnar við skjala­skápa, möppur og teikn­ingar í papp­írs­formi. Þar má nú finna upplýs­ingar um dreifi­kerfi vatns­veitu, fráveitu og ljós­leiðara, auk lóða­merkja, snjómokst­urs­leiða, skipu­lags­gagna og annarra mikil­vægra þátta sem tengjast innviðum sveit­ar­fé­lagsins.

Verk­efnið er í stöð­ugri þróun, og er þegar hafin vinna við að færa inn teikn­ingar af fast­eignum í sveit­ar­fé­laginu. Í fram­haldinu verður unnið að því að skrá upplýs­ingar um fráveitu- og vatns­lagnir innan lóða­marka, sem mun auka nákvæmni og gagn­semi kerf­isins enn frekar.

Með tilkomu korta­vef­sjár­innar verða dagleg störf sveit­ar­fé­lagsins einfaldari og skil­virkari, en jafn­framt verður almenn­ingi gert auðveldara að nálgast upplýs­ingar um sitt nærum­hverfi.

Vefsjáin mun þannig nýtast bæði íbúum, verk­tökum og starfs­mönnum sveit­ar­fé­lagsins sem áreið­anleg og aðgengileg upplýs­ingagátt.

Korta­vef­sjáin er opin öllum og aðgengileg á eftir­far­andi slóð: kort.is/vopna­fjordur