Ný bifreið í þjón­ustumið­stöð

Nú hefur Þjón­ustumið­stöð Vopna­fjarð­ar­hrepps fengið nýlega bifreið, sem er endur­nýjun á 20 ára gömlum bíl sem mun ljúka þjón­ustu sinni í sumarlok.

Bifreiðin er að gerð­inni NISSAN NAVARA ACENTA + árgerð 2022, sjálf­skiptur, dísel og er hann ekinn aðeins 29.000 km. og var sett á hann háþekjuhús.

Nú eru allar þjón­ustu­bif­reiðar Vopna­fjarð­ar­hrepps hvítar og munu bílarnir verða merktir á næstu vikum með byggð­ar­merki Vopna­fjarð­ar­hrepps og munu þeir vonandi þjóna okkur vel.

Mynd: Sveit­ar­stjóri afhendir nýja bílinn til starfa­manns þjón­ustumið­stöðvar.