Matsjáin 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verk­efni sem er ætlað smáfram­leið­endum matvæla sem vilja efla leið­toga­færni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjón­ustu og efla tengslanetið sitt í grein­inni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tíma­bili frá 6. janúar til 7. apríl og saman­stendur af sjö lotum með heima­fundum/jafn­ingja­ráð­gjöf, fræðslu og erindum, verk­efna­vinnu og ráðgjöf. Verk­efnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeru­hátíð þar sem þátt­tak­endur hittast í raun­heimi.

Nánar um verk­efnið og umsókn­ar­ferli.