Matarmót Matar­auðs Aust­ur­lands

Vopna­fjörður fékk verð­skuldaða athygli á Matar­móti Aust­ur­lands, sem haldið á Egils­stöðum laug­ar­daginn 9. nóvember s.l, en þar voru um 30 fram­leið­endur frá Aust­ur­landi með kynn­ingu á vörum sínum.

Nýting­ar­mið­stöð á Vopna­firði var þar með kynn­ingu en mikla athygli vakti samstarf aðila úr kokka­lands­liðinu við Slát­ur­húsið á Refs­stað og Ferða­þjón­ustuna Síreks­stöðum. Þar voru matreiddir smáréttir úr innmat og fleiri afurðum frá þessum aðilum og bornir fram á smekk­legan og bragð­góðan hátt.

Einnig voru Síreks­staðir með sérstakan sýningar- og sölubás auk þess sem Helgi Þorsteinsson æðar­bóndi að Ytri-Nýpi var með kynn­ing­arbás með sinni dúnmjúku vöru.

Aust­urbrú stendur að og heldur viðburðinn og er tilgangur hans m.a. að tryggja sjálf­bærni í matvæla­fram­leiðslu og að auka sjálf­bærni­vitund og bæta lífs­stíl okkar.

Meðfylgj­andi mynd sýnir Rögn­vald Þorgrímsson, verk­efna­stjóra Nýting­ar­mið­stöðvar á Vopna­firði ásamt full­trúum úr kokka­lands­liði Íslands.