Opinn fundur um Matar­kjarna á Vopna­firði

Aust­urbrú boðar til opins fundar um tæki­færi í smáfram­leiðslu matvæla og deili­vinnslu

Tíma­setning: Fimmtu­daginn 11. janúar, kl. 13:00-14:00.
Stað­setning:
Kennslu­stofa Aust­ur­brúar í Kaup­vangi.

Þórhildur Jóns­dóttir, verk­efn­is­stjóri Vöru­smiðju BioPol og frum­kvöðull í full­vinnslu matvæla mun fjalla um sókn­ar­færi smáfram­leið­enda í matvæla­vinnslu og kosti þess að vera með sameig­in­legt vottað vinnslu­rými. Þórhildur er stjórn­ar­maður í Slow Food Reykjavík, Terra Madre Nordic (Slow food in the Nordic Countries) og fv. stjórn­ar­formaður hjá Samtökum smáfram­leið­enda matvæla.

Ráðgjöf:
Að fundi loknum mun Þórhildur bjóða upp á ráðgjöf. Vinsam­legast bókið hana með því að senda tölvu­póst með upplýs­ingum um nafn ykkar og síma­númer á verk­efn­is­stjóra Matar­kjarna á Vopna­firði, arna@aust­urbru.is (eigi síðar en miðviku­dags­kvöld, 10.janúar).

 

ÖLL VELKOMIN!

 

Fund­urinn er hluti af verk­efninu, Matar­kjarni á Vopna­firði, sem er á vegum Aust­ur­brúar og miðar að því að kanna áhuga fólks til að koma á fót virkum matar­kjarna (deili­vinnslu eða deilield­húsi) á Vopna­firði.

 Arna Björg Bjarna­dóttir, verk­efn­is­stjóri Matar­kjarna­verk­efn­is­sins verður á starfs­stöð Aust­ur­brúar í Kaup­vangi dagana 8. – 12. janúar. Allir velkomnir að líta við í kaffi eða panta fund arna@aust­urbru.is, s. 896 2339.