Austurbrú boðar til opins fundar um tækifæri í smáframleiðslu matvæla og deilivinnslu
Tímasetning: Fimmtudaginn 11. janúar, kl. 13:00-14:00.
Staðsetning: Kennslustofa Austurbrúar í Kaupvangi.
Þórhildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri Vörusmiðju BioPol og frumkvöðull í fullvinnslu matvæla mun fjalla um sóknarfæri smáframleiðenda í matvælavinnslu og kosti þess að vera með sameiginlegt vottað vinnslurými. Þórhildur er stjórnarmaður í Slow Food Reykjavík, Terra Madre Nordic (Slow food in the Nordic Countries) og fv. stjórnarformaður hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla.
Ráðgjöf:
Að fundi loknum mun Þórhildur bjóða upp á ráðgjöf. Vinsamlegast bókið hana með því að senda tölvupóst með upplýsingum um nafn ykkar og símanúmer á verkefnisstjóra Matarkjarna á Vopnafirði, arna@austurbru.is (eigi síðar en miðvikudagskvöld, 10.janúar).
ÖLL VELKOMIN!
Fundurinn er hluti af verkefninu, Matarkjarni á Vopnafirði, sem er á vegum Austurbrúar og miðar að því að kanna áhuga fólks til að koma á fót virkum matarkjarna (deilivinnslu eða deilieldhúsi) á Vopnafirði.
Arna Björg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri Matarkjarnaverkefnissins verður á starfsstöð Austurbrúar í Kaupvangi dagana 8. – 12. janúar. Allir velkomnir að líta við í kaffi eða panta fund arna@austurbru.is, s. 896 2339.