Lítil heimsending til íbúa

Í tilefni þess að Vopna­fjarð­ar­hreppur tekur í notkun nýtt byggð­ar­merki sendir sveit­ar­stjórn öllum heim­ilum í hreppnum lítinn glaðning. 

Um er að ræða vand­aðan fjöl­nota poka sem nýtist heim­ils­fólki á marg­vís­legan hátt. Pokinn hentar vel sem sund­taska, fyrir kórmöppuna, yoga-dýnuna, endur­vinnsluna eða hið augljósa: innkaupin.

Með pokanum fylgja upplýs­ingar um nýtt byggð­ar­merki. Það er von sveit­ar­stjórnar að þessi litla gjöf nýtist vel.