Lið Vopna­fjarð­ar­skóla, DODICI, sigur­vegari í First Lego League 2024

Lið DODICI- úr Vopna­fjarð­ar­skóla sigraði í hinni árlegu og alþjóð­legu tækni- og hönn­un­ar­keppni First LEGO League sem fram fór í Háskóla­bíói þann 16. nóvember. Um leið vann liðið sér inn þátt­töku­rétt í heims­meist­ara­móti  sem mun fara fram í apríl 2025.

Háskóli Íslands hefur frá árinu 2005 haldið keppnina First Lego League Chal­lange fyrir ungmenni á aldr­inum 10 – 16 ára. Keppnin er alþjóðleg og nær til yfir 600.000 ungmenna í 110 löndum víða um heim. Markmið keppn­innar er að skapa færni í vísindum, verk­fræði og tækni, örva nýsköpun og byggja upp lífs­leikni­hæfi­leika eins og sjálfs­traust, samvinnu- og samskipta­hæfni.

Liðin hanna og forrita Lego þjark (vélmenni) sem leysir þrautir ársins í vélmennakapp­leik, vinna nýsköp­un­ar­verk­efni með því að kanna og leysa raun­veruleg vandamál sem tengjast viðfangs­efni (þema) hvers árs og byggja upp góðan liðs- og keppn­is­anda. Að þessu sinni var viðfangs­efnið Submerged, eða neðan­sjávar, og nýsköp­un­ar­verk­efni hópsins snerist um að hanna vist­kerfi fyrir kald­sjáv­ar­kór­alla.

Lið Vopna­fjarð­ar­skóla hefur sýnt einstak­lega góðan árangur í þessari keppni og sigrað hana þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum (2021, 2022 og í ár, 2024) auk þess sem liðið varð í öðru sæti í fyrra, 2023.

Liðið í ár er skipað 7 nemendum, þeim Baldri Geir Hlyns­syni og Frey Þorsteins­syni úr 10. bekk, Kristófer Franz Svans­syni úr 9. bekk og Alexöndru Björk Þorgríms­dóttur, Guðjóni Snæ Ólafs­syni, Vigni Þráins­syni og Viktori Páli Odds­syni úr 8. bekk. Kenn­arar og þjálf­arar þeirra
eru Sólrún Dögg Bald­urs­dóttir og Berg­lind Ósk Wiium Bárð­ar­dóttir.

Nú stefnir liðið á heims­meist­ara­keppnina sem fer fram í Houston, Texas, 16. — 19. apríl 2025.
Ferða­lagið er kostn­að­ar­samt og hafa þau hafið fjár­öflun fyrir ferðina.

Til að styrkja þau má leggja inn á eftir­far­andi reikning:

kt. 121087-2869
reikn­ings­númer: 0123-26-091345

Við óskum liði DODICI inni­lega til hamingju með sigurinn og um leið óskum við þeim góðs gengis í heims­meist­ara­keppn­inni.