Leik­maður Einherja lést af slys­förum

Samfé­lagið á Vopna­firði er harmi slegið vegna bana­slyss sem átti sér stað við smábáta­höfn Vopna­fjarðar aðfaranótt mánu­dags 4. sept­ember. 

Vopna­fjarð­ar­hreppur sendir fjöl­skyldu, aðstand­endum og liðs­fé­lögum dýpstu samúð­arkveðjur.

Tilkynning frá Ungmennafélaginu Einherja#tilkynning-fra-ungmennafelaginu-einherja

Leik­maður Einherja lést af slys­förum

Það er með djúpri sorg í hjarta sem við tilkynnum um svip­legt fráfall leik­manns okkar, liðs­fé­laga og vinkonu, Violetu Mitul sem lést af slys­förum aðfaranótt 4. sept­ember, aðeins 26 ára gömul. Samfé­lagið á Vopna­firði er harmi slegið.

Violeta, sem fæddist 3. apríl 1997 í Moldóvu, gekk til liðs við Einherja í vor og gegndi lykil­hlut­verki í liði meist­ara­flokks kvenna í sumar. Violeta var góðhjörtuð, dugleg og bros­mild. Hún var traustur liðs­maður og fyrir­myndar fótbolta­kona. Andlát hennar er okkur öllum mikið áfall og skarðið sem hún skilur eftir sig stórt. Hugur okkar er hjá liðs­fé­lögum hennar og þjálf­urum sem syrgja traustan Einherja.

Fjöl­skyldu Violetu, þeim Alex­andru, Mariu, Veaceslav og Juliu sendum við okkar dýpstu samúð­arkveðjur. Á svo hörmu­legri stundu eru engin orð eða gjörðir sem græða sárið sem miss­irinn skilur eftir sig en við munum gera það sem í okkar valdi stendur til að létta undir með fjöl­skyldu og vinum sem eiga um sárt að binda á þessum sorg­ar­tímum.

Söfn­un­ar­reikn­ingur fyrir fjöl­skyldu Violetu hefur verið stofn­aður í nafni félagsins:

610678-0259
0178-05-000594

Ungmenna­fé­lagið Einherji