Leik­hóp­urinn Lotta sýnir Bangsímon á Vopna­firði

Athugið að sýningin verður í íþrótta­húsinu!


Leik­hóp­urinn Lotta sýnir Bangsímon,
sunnu­daginn 21. júlí kl 17:00 í íþrótta­húsinu.

 

Síðan heims­far­aldur skall á, hefur Leik­hóp­urinn Lotta ekki sett upp splunku­nýtt verk eins og öll starfsár fram að því. Það er því fagn­að­ar­efni að í ár taka þau upp þráðinn á ný og bjóða upp á risa­stóra gleði­bombu í glænýjum íslenskum söng­leik – Bangsímon.

 

Flestir kannast við vina­lega bangsann hann Bangsimon, vini hans Grísl­inginn, Kaniku, Eyrnaslapa og Ugluna svo þau þarf vart að kynna. Í höndum Lottu hefur þessum sögum verið gefið nýtt líf og lifna persón­urnar nú loksins við frammi fyrir augunum á okkur. Eins og Lottu er von að vísa eru 10 glæný íslensk lög í sýning­unni, mikið af dönsum og heill hell­ingur af brönd­urum, bæði fyrir börn og full­orðna. 

 

Bangsímon er sýnd utan­dyra og því er um að gera að klæða sig eftir veðri, grípa með sér teppi að sitja á, nesti til að maula og myndavél til að taka myndir með persón­unum eftir sýninguna. Sýningin er klukku­tími að lengd og skipta fimm leik­arar á milli sín öllum hlut­verkum.

 

Höfundur verksins er Anna Berg­ljót Thor­ar­ensen en þetta er tólfta verkið sem hún semur fyrir hópinn, hún sér einnig um leik­stjórn. Leik­hóp­urinn er einnig aðdá­endum Lottu að góðu kunnur en hann saman­stendur af Andreu Ösp Karls­dóttur, Sigsteini Sigur­bergs­syni, Stefáni Bene­dikt Vilhelms­syni, Sumarliða V Snæland Ingimars­syni og Þórunni Lárus­dóttur. 


Miða­verð er 3.700 krónur, frítt fyrir 2ja ára og yngri.

Hægt er að kaupa miða á staðnum og fyrir­fram á tix.is