Land­stólpinn 2024

Byggða­stofnun hefur auglýst eftir tilnefn­ingum um hand­hafa Land­stólpans 2024

Land­stólpinn er samfé­lags­við­ur­kenning sem Byggða­stofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatn­ing­ar­verð­laun til einstak­linga, fyrir­tækja, hópa eða verk­efna sem vakið hafa athygli á byggða­málum, styrkt samfélög í lands­byggð­unum eða stuðlað að fram­gangi málefna lands­byggð­anna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggð­ar­lags, s.s. innan nýsköp­unar, byggða­þró­unar, atvinnu­þró­unar, sjálf­bærni eða menn­ingar.

Frestur til að skila inn tilnefn­ingum rennur út 1. mars nk.