Kveðja til íbúa Grinda­víkur

Fyrir hönd íbúa Vopna­fjarð­ar­hrepps sendum við hlýjar kveðjur og hlut­tekn­ingar í þeim erfið­leikum og óvissu sem Grind­vík­ingar standa frammi fyrir.

Hugur okkar er hjá Grind­vík­ingum sem hafa verið ræki­lega minntir á þau öfl sem búa í íslenskri náttúru og þurft að yfir­gefa heimili sín og vita ekki hvenær þeir geta snúið aftur heim. Einnig hjá þeim viðbragðs­að­ilum sem nú vinna dag og nótt við að tryggja öryggi íbúa.