Hvernig fannst þér BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi?
Í ár bar hátíðin nafnið Uppspretta. Einkunnarorð hátíðarinnar voru sem fyrr: Þora! Vera! Gera!
Fjölbreytt dagskrá var um allan fjórðunginn og þátttaka í menningarmiðstöðvum, sveitarfélögum og skólum góð. Sérstök áhersla var á að bjóða austfirsku listafólki að taka þátt í BRASinu.
Austurbrú, sem heldur utan um hátíðina, óskar eftir að þú svarir eftirfarandi könnun til að meta hvernig hátíðin gekk í haust og til að geta stuðlað að áframhaldandi þróun viðburðarins.
Vonast er eftir því að sem flestir sjái sér fært að taka þátt og aðstoði við að þróa viðburðinn enn frekar.
Hægt er að taka þátt í könnuninni hér og tekur örskamma stund.