Kjörfundur fer fram þann 30. nóvember 2024 í Safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju, Kolbeinsgötu 9, Vopnafirði.
Hefst klukkan 10:00 og stendur til klukkan 18:00, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram.
Undirbúningur, framkvæmd og frágangur alþingiskosninga fer eftir kosningalögum nr. 112/2021.
Kjörskrá liggur frammi til kjördags á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15.
Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki á kjörstað.
Kjörstjórn Vopnafjarðarhrepps