Vopnafjarðarhreppur auglýsir húsnæði sveitarfélagsins við Lónabraut 21 til leigu.
Húsnæðið er laust til afhendingar.
Um er að ræða vandað, fullbúið einbýlishús með fjórum svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og bílskúr.
Húsnæðið er leigt út með helstu tækjum í eldhúsi og á baði. Viðarparket og flísar eru á gólfum.
Húsið er 197 fermetrar að stærð með bílskúrnum.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember n.k.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, Vopnafirði, eða í tölvupósti á netfangið skrifstofa@vfh.is.