Eftir áratuga langt starf sem forstöðumaður íþróttahússins lætur Hrönn Róbertsdóttir af störfum hjá sveitarfélaginu nú í lok júní. Hrönn hefur starfað í íþróttahúsinu frá opnun þess árið 1988 og hefur fært því bæði hjarta og sál í gegnum öll þessi ár.
Á þessum tímamótum kveðjum við Hrönn, þökkum henni vel unnin störf og óskum henni alls hins besta í komandi verkefnum. Við vonum að hún njóti nýrra tækifæra og meiri frítíma eftir góðan starfsferil.

Hrönn Róbertsdóttir og Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri.